
Velkomin á Borgarfjörð
Það er draumur margra að flytja í faðm náttúrunnar á lítinn og rólegan stað eins og Borgarfjörð eystra. Nú er tækifærið til að prófa!
Á Borgarfirði er einstök náttúrufegurð, gott fólk og góður samfélagsandi. Hér er góður skóli og leikskóli og frábært að ala upp börn. Það er líka hagkvæmt að búa í sveitarfélaginu enda bæði ódýrt húsnæði og þjónusta skóla með öllu ókeypis.
Verið öll velkomin.