Ásbyrgi – Skammtímaleiga

Ásbyrgi er laust til leigu í skemmri tíma, hálfan til 2 mánuði í einu.

Um er að ræða 3 rúmgóð svefnherbergi, 2 stofur, 2 baðherbergi og eldhús. Magnað útsýni og allur húsbúnaður til staðar.

Tilvalið fyrir fólk sem vill prófa að búa á Borgarfirði, gott næði til að skapa, næra andann eða hvíla sig í fögru umhverfi.

Hæfilegt pláss fyrir fjölskyldu eða lítinn hóp.

Nánari upplýsingar veitir Svandís í síma 771-7217