Atvinna

Atvinnutækifæri í boði á Borgarfirði eru af ýmsum toga. Sérstaklega er óskað eftir fólki í eftirfarandi störf á þessari stundu:

Smíðavinna

Hjúkrunarfræðingur – 40-50% starf

Sjávarútvegur og landbúnaður eru undirstöðu atvinnugreinar í sveitarfélaginu og vel hægt að kanna möguleika á að hefja sjálfstæða starfsemi eða finna launavinnu í greinunum sé áhugi fyrir hendi. Ferðaþjónusta er einnig stór atvinnugrein á Borgarfirði, einkum á sumrin. Hafi fólk áhuga á að starfa innan þessara greina á Borgarfirði er það kvatt til að hafa samband.

Komið hefur verið upp skrifstofuaðstöðu á efri hæð félagsheimilisins Fjarðarborgar þar sem hægt er að fá aðstöðu eftir samkomulagi. Aðstaðan er hugsuð fyrir fjölbreytta starfsemi, fjarnám, fjarvinnslu eða aðra skrifstofuvinnu og má nýta til lengri eða skemmri tíma.

Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna.