Sjávarútvegur

Á Borgarfirði er stutt á gjöful fiskimið og gott að gera út á smábátum. Tíu til tólf smábátar af stærðinni fimm til tíu tonn eru gerðir út frá Borgarfirði og mest er veitt á línu og handfæri.

Í september og október undanfarin ár hafa fimm til tíu bátar, sem kalla Borgarfjarðarhöfn ekki sína heimahöfn, komið og gert héðan út. Þá er mikil veiði og meira að gera en venjulega bæði á sjónum og í fiskvinnslunni. Sérstaklega er mikil veiði á handfæri á þessum tíma.

Fiskvinnsla Kalla Sveins er rekin á Borgarfirði og starfa þar á bilinu tíu til fimtán manns á hverjum tíma. Megnið af þeim afla sem landað er á staðnum er ísaður og sendur á markað en hluti aflans er unninn á staðnum, þurkaður í harðfisk, saltaður eða frystur.

Í fiskvinnsluna vantar yfirleitt gott starfsfólk og ef einhver hefur áhuga er um að gera að hafa samband, annaðhvort við okkur á síðunni eða við Kalla sjálfan í síma 892-9802.

Það er einnig vel mögulegt að það vanti sjómenn á báta í firðinum. Fiskverkun Kalla Sveins gerir til dæmis út 3 báta og undanfarin ár hafa ekki verið fastar áhafnir nema á einum þeirra.

Það er því um að gera að hafa samband vegna starfsmöguleika í sjávarútvegi.