Félagslíf

Félagslíf og skipulagt félagsstarf er öflugra á Borgarfirði á sumrin en á veturna.

ja_saell20copy

alfacafe20copy

Já Sæll í Fjarðarborg stendur fyrir metnaðarfullri tónleika og viðburðadagskrá allt sumarið en auk þess eru viðburðir með reglulegu millibili í Álfacafé.

braedslan

Tónlistarhátíðin Bræðslan er haldin síðustu helgina í júlí ár hvert.

1473284585_slokkvilid_sveinungi02

Björgunarsveitin Sveinungi starfar á staðnum og er hún vel tækjum búin og vel mönnuð.  Sveitin á aðild að slysavarnafélaginu Landsbjörgu og tekur þátt í starfi hennar, hún stendur fyrir ýmiskonar námskeiðum og fjáröflunum allt árið um kring.

umfb

Ungmennafélag Borgarfjarðar heldur úti utandeildarliði í knattspyrnu karla á sumrin.  U.M.F.B. stendur einnig fyrir nokkrum öðrum viðburðum á hverju ári auk þess að reka líkamsrækt.

Femínistafélag Borgarfjarðar stendur meðal annars fyrir druslugöngu í samstarfi við UMFB.

Kvenfélagið Einingin starfar á Borgarfirði eystra.

Félag eldri borgara á glæsilegt samkomuhús á Borgarfirði og hefur verið nokkuð virkur félagskapur í gegnum árin.

thorrablut

Annáluð og metnaðarfull þorrablót eru árlega haldin fyrsta laugardag þorra. Talsverð undirbúningsvinna er fyrir hvert þorrablót og nefndarstarfið getur verið alveg bráðskemmtilegt, eins og blótið sjálft er alltaf.

Bakkagerðiskirkja tilheyrir Egilsstaðaprestakalli en messað er í kirkjunni nokkuð reglulega. Kirkjukór er á staðnum sem kallar sig Bakkasystur.  Kórinn æfir nokkuð reglulega.

Á veturna er horft á fótbolta á Gistiheimilinu Borg