Ferðaþjónusta

Ferðaþjónusta er stór og vaxandi atvinnugrein á Borgarfirði og þó enn sé ekki um mörg heilsársstörf að ræða eru ársverkin þó nokkur.

Á svæðinu er rekin er fjölbreytt gisti og veitingaþjónusta á sumrin, helstu aðilar í ferðaþjónustu eru gististaðirnir Ferðaþjónustan Borg í NjarðvíkHótel ÁlfheimarGistiheimilið Borg og Blábjörg gistiheimili og sveitarfélagið sem rekur tjaldstæði. Auk þess eru reknir veitingastaðirnir Álfacafé og Já Sæll! 

Hægt er að hafa samband við þessa aðila ef áhugi er á að kanna möguleika á atvinnu í ferðaþjónustu á Borgarfirði.