Landbúnaður

Nokkuð er um sauðfjárbúskap á Borgarfirði en alls eru um tíu býli í byggð í sveitinni og sauðfé á þriðja þúsund.

Bújarðir hafa ekki verið auglýstar til sölu á síðustu árum en búskapur hefur dregist saman og því eitthvað landnæði og jafnvel húsakostur ekki í fullri notkun. Mögulegt ætti því að vera að hefja búskap í firðinum.

Hafi einhver áhuga á að kanna búskaparmöguleika er um að gera að hafa samband.

Þriggja fasa rafmagn er til staðar á öllum bæjum í Borgarfjarðarhreppi að Njarðvík undanskilinni. Því er fátt því til fyrirstöðu að hefja nýsköpun í landbúnaði og matvælaframleiðslu á Borgarfirði.