Samfélagið

Borgfirskt samfélag er örugglega um margt líkt öðrum samfélögum í litlum sjávarþorpum kringum landið, á sama tíma er borgfirskt samfélag einstakt.

Á Borgarfirði er góður samrekinn grunn- og leikskóli sem er með öllu gjaldfrjáls.

Margvísleg þjónusta er á staðnum, hún er betri á sumrin en veturna en þó má segja að hér sé að finna alla nauðsynlega þjónustu allan ársins hring.

Fólkið, mannauðurinn og félagsauðurinn, er auðvitað það sem gerir Borgarfjörð einstakan. Það er altalað að borgfirðingar séu nokkuð sérkennilegir en það er einmitt best að búa á stöðum þar sem fólki leyfast svolítil sérkennilegheit. Félagslíf er nokkuð gott á Borgarfirði, maður er manns gaman og hér kemur fólk saman og hefur gaman við ýmis tækifæri.

Þó að Borgarfjörður sé nokkuð afskekktur eru samgöngur hingað ágætar. Það tekur um klukkutíma að keyra í Egilsstaði og þaðan klukkutíma að fljúga til Reykjavíkur.

Á Borgarfirði er líka prýðis aðstaða til að rækta líkama og sál við íþróttir og útivist.