Íþróttaaðstaða

Á staðnum er virkilega notadrjúgt íþróttahús,  yfirbyggður sparkvöllur sem gengur undir nafninu Sparkhöllin. Húsið hefur verið notað til fjölbreyttrar íþróttaiðkunar þó það sé  sérhannað fyir knattspyrnu. Hægt er að setja upp blaknet í höllinni auk þess er hægt að  hlaupa og ganga í skjóli svo eitthvað sé nefnt.

20080720_34_copy_320

Til hliðar við Sparkhöllina er heimavöllur U.M.F.B. þar sem liðið leikur heimaleiki sína. Öllum er frjálst að nýta sér völlinn til íþróttaiðkunnar.

raekt

Líkamsræktaraðstaða er á vegum ungmennafélagsins í gamla leikskólanum.
Tækjabúnaður er ekki sá fullkomnasti en til staðar eru hlaupabretti, skíðavél, hjól, róðararvél, nokkrar þyngdir í ketilbjöllum og handlóð auk lóða og lóðastanga.

María Shanko stendur fyrir reglulegum æfingum í yoga, pilates, hugleiðslu og leikfimi. Hér geturðu fylgst með skipulagi æfinga.

Kort í ræktina má nálgast hjá Óttari Má Kárasyni, formanni UMFB, en hann svarar í síma 8482249.

img_3615

Borgarfjarðarhreppur er svo auðvitað útivistarparadís þar sem beinast liggur við að rækta líkama og sál með fjallgöngum, hjólreiðum og víðavangshlaupum.

blabjorg

Á gistiheimilinu Blábjörgum í gamla frystihúsinu er Spa þar sem eru nokkrir heitir pottar og gufuböð.