Skrifstofuaðstaða

Komið hefur verið upp skrifstofuaðstöðu á efri hæð félagsheimilisins Fjarðarborgar þar sem hægt er að komast að eftir samkomulagi.

Aðstaðan er hugsuð fyrir fjölbreytta starfsemi, fjarnám, fjarvinnslu eða aðra skrifstofuvinnu og má nýta til lengri eða skemmri tíma.

Um er að ræða skrifborð og stóla, aðgang að góðu interneti, fundaraðstöðu og kaffiaðstöðu. Húsnæðið hefur verið nýtt af háskólanemum í fjarnámi og til margskonar fjarvinnslu ýmist sumarlangt eða skemur. Þar að auki hefur eitt fyrirtæki í ferðaþjónustu skrifstofuaðstöðu í félagsheimilinu.

Jón Þórðarson, sveitarstjóri Borgarfjarðarhrepps, hefur umsjón með aðstöðunni og veitir upplýsingar og aðgang að henni. Hægt er að hafa samband við Jón í síma: 4729999