Þjónusta

Á Borgarfirði er í raun allt til alls. Þar er samrekinn leik- og grunnskóli, kjörbúð sem selur allar helstu nauðsynjar, ágætis aðstaða til íþróttaiðkunar og um 70 kílómetra leið til Egilstaða þar sem hægt er að uppfylla sértækari þarfir.

Hjúkrunarfræðingur heimsækir Borgarfjörð hálfsmánaðarlega, að jafnaði 1. og  3. miðvikudag hvers mánaðar. Tímapantanir fara í gegnum heilsugæslu Egilsstaða í síma 470 – 3000. Frekari læknisþjónustu sækja Borgfirðingar í Egilsstaði.

Eyrin kjörbúð er opin alla virka daga og laugardaga, afgreiðslutími hefur verið nokkuð breytilegur og er lengri á sumrin en veturna.

Útibú er á staðnum frá Landsbankanum. Afgreiðslutími er 12.30 – 16.00 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.

Fiskverkun Kalla Sveins er opin allt árið um kring og er þar hægt að versla nýveiddan fisk og unnar afurðir eins og saltfisk, harðfisk og hákarl.

Freyja Jónsdóttir er klæðskerinn á staðnum og tekur að sér ýmis klæðskerasniðin verkefni.

Á sumrin, frá apríl/maí fram í október er kaffihúsið Álfacafé opið frá morgni til kvölds.

Yfir hásumarið, í júní, júlí og ágúst, starfar hamborgara- og tónleikabarinn Já Sæll! í félagsheimilinu Fjarðarborg.

Áætlunarferðir eru til og frá Egilstaði alla virka daga, en hér má sjá tímatöflu.

Þá eru í sveitarfélaginu nokkur hótel og gistiheimili, þau eru Ferðaþjónustan Borg í Njarðvík, Hótel Álfheimar, Gistiheimilið Borg og Blábjörg gistiheimili. Einnig er á Borgarfirði mjög vel búið tjaldstæði.