Um síðuna

Síðan borgarfjordureystri.com er hugsuð sem upplýsingaveita til að vekja athygli á Borgarfirði eystra sem búsetukosti og halda utan um upplýsingar sem gagnast geta þeim sem hugleiða að flytjast hingað.

IMG_2850.jpg

Síðan er unnin af verkefnisstjórn um samfélagsþróun á Borgarfirði eystra. Verkefnisstjórnina skipa Ásta Hlín Magnúsdóttir, Hallveig Karlsdóttir, Irina Boiko, Kristján Geir Þorsteinsson og Óttar Már Kárason en hún var skipuð af sveitarstjórn Borgarfjarðarhrepps í maí 2016.

Verkefnisstjórnin starfar útfrá verkefninu „Að vera valkostur“ í tengslum við gerð sóknaráætlunar fyrir Borgarfjarðarhrepp, með það að markmiði að gera Borgarfjarðarhrepp að vænlegri búsetukosti, auka lífsgæði íbúa og fjölga fólki.